blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, júlí 30, 2007

Á morgun rennur upp sú stund þegar við Armen neyðumst til að drösla töskunum mínum út í bíl, læsa á eftir okkur og keyra af stað til Los Angeles. Þar bíður mín flugvél sem mun ferja mig yfir Atlantshafið og á þriðjudagskveld verð ég komin aftur heim til mín á Brigadevej. Í september kemur Armen svo á eftir mér og eftir það þurfum við aldrei að lifa lífi okkar á netinu meir.

Við skelltum okkur út í gær til að kveðja San Luis Obispo almennilega, og var það mikið fjör eins og við er að búast. Á einni dansbúllunni rákumst við á þessa konu, sem okkur fannst vera alveg eins og Ingibjörg og Halla systur mínar, bræddar í eina manneskju. Dæmið þið svo eins og ykkur finnst. Hér er svo versta mynd sem hefur verið tekin af mér nokkurn tíma. Svona fer þegar maður er fullur og sveittur að reyna að vera kjút.



0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home