blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, júní 21, 2007

Ég er dottin ofan í lífrænu bylgjuna af þvílíku afli að það jaðrar við að vera hálfvandræðalegt. "Maður á ekki að trúa hverju sem er", sagði stífmáluð snyrtidama við mig í Magasin í dag, þegar ég spurði hana um hvernig málum háttaði hjá Clinique varðandi paraben og önnur efni sem auka geymsluþol snyrtivara, en líkur á ofnæmi, krabbameini og alls kyns óþverra hjá okkur mannfólkinu. Já, víst á maður ekki að trúa hverju sem er. Ég kýs samt að trúa því að það sé hollara fyrir mann að nota vörur sem ekki eru unnar úr bensínrestum og plastafgöngum. Hinsvegar á ég langt í land með að verða al-lífræn, því ég hef ekki efni á því. Ég á hvort sem alltaf eftir að taka nammiflipp og drekka of marga bjóra í partíu, svo háheilög er ég nú ekki orðin enn, og verð tæpast nokkurn tíma. Einhverja lesti verður maður nú að hafa.

Annars er mýflugnatíminn kominn á fullt og þær virðast una sér vel í þeirri rakamollu sem hangir yfir Kaupmannahöfn þessa dagana. Þess til sönnunar skarta ég fagurrauðum mýbitum á stærð við potthlemma á læri og kjálka. Svo er Jónsmessa á laugardaginn. Þá er til siðs að standa í kringum brennu með bjór í hendi og syngja "Sankte Hans, Sankte Hans". Ég hef ekki enn tekið þátt í þessu, að ég muni. Það er hvort sem er spáð rigningu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home