blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

Ef ég ætti stafræna myndavél eins og hún Krunka mín, þá myndi ég taka myndir af flutningaferlinu hér á Brigadevej. Smátt og smátt minnkar búslóð mín í ummáli, húsgögnin hverfa smámsaman til annarra vistarvera, eða þá á haugana, og bækur, skrautmunir og hnífapör leggjast ofan í stóra brúna pappakassa. Allar þær fatadulur sem ég hef sankað að mér undanfarin ár fara í gegnum nákvæma skoðun og mat á því hvort það sé þess virði að drösla þeim með sér um heiminn, og sama hvað ég sortera og sortera, finnst mér alltaf vera hægt að henda einhverju meira eða gefa til Rauða Krossins.


Svo er ég búin að prófa hið reyklausa danska skemmtanalíf. Þvílíkur munur, segi ég bara, í gær var í fyrsta sinn hægt að sjá þvert yfir dansgólfið, þar sem áður var þykkur grár mökkur og ekki gott að vita hver var hver eða hvað.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home