blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, janúar 24, 2004

Helt eg upp a profin i gær med nokkud óvenjulegum hætti, ad minnsta kosti hvad vardar endalok kvøldsins. Ég fór semsagt ad hitta Christinu og Søren á Ølbar inni á Elmegade og thad var svona bar eins og ...Næsti bar, thar sem er einungis bjórthyrst fólk ekki ad hlusta á neina tónlist.Karlmenn voru thar í yfirgnæfandi meirihluta, og ég á alltaf soldid erfitt med ad skilja svona bari, thar sem eru bara karlmenn, og hvad veldur thvi ad their flykkjast á slíka bari. Aldrei myndi ég nenna ad fara á bar thar sem væru bara stelpur. Thó ad ég eigi kærasta.

Vid drukkum thar nokkrar krúsir, og hjóladi ég svo sem leid lá út á Østerbro ad hitta Ivan og Mads vin hans sem voru á fredagsbar á Ergoterapeutskolanum, thar sem Mads er í nami. Mads er besti vinur Ivans og ég hef heyrt hitt og thetta um hann en var nú ad hitta hann í fyrsta skipti. Thad fyndna var ad eg ímyndadi mér hann alltaf eins og Lars, eina vin Ivans sem ég hef hitt, en teir voru svo ekkert líkir. Ég vil líka skjóta thví ad thar sem ég var ad baksa vid ad opna hjólalásinn minn fyrir utan Ølbar, vatt gamall madur sér ad mér med mikinn hrifningarglampa í augum og fór ad hrósa hjólinu mínu í hástert og fannst thad voda fínt. Enda er thad thad.

Eftir ergoterapeutbarinn hjóludum vid svo lengst út á kínverskan veitingastad til ad fá okkur ad borda og thar var nú gódur matur. Svo vard ég allt í einu gripin mikilli thørf fyrir ad tala vid mømmu og hringdi í hana og hún hringdi svo aftur í mig. Thad var voda gaman ad tala vid hana og ég hef kannski talad svolítid hátt, thví nokkru eftir ad símtalinu lauk, kom kona sem var á leidinni út og beygdi sig yfir bordid og yfir ivan til thess ad hreyta út úr sér á dønsku/sænsku (hun hélt sjálfsagt ad ég væri svíi og thví videigandi ad ávarpa svoleidis adskotakvikindi á theirra eigin máli) ad: "nästa gang du skal prata med din mamma (hér skipti hún yfir í dønskuna, enda sænskukunnáttan tæpast nad lengra)skal du lade være med at snakke så hele restauranten kan høre det, og så er det väldig (sænska aftur) uhøfligt over for dine venner". Ég vissi ekki hvadan a mig stód vedrid eftir thessa yfirhellingu og var eitthvad ad reyna ad tauta eitthvert svar en kerla var thá rokin út, sjálfsagt í mikilli fýlu út i hinn illa sidada innflytjanda sem hafdi eydilagt kvøldid fyrir ødrum gestum veitingastadarins med háværu málædi sínu. Ivan og Mads voru alveg standandi hissa enda hafdi símtal mitt vid módur mína alls ekki angrad tá, theim hafdi bara thótt huggulegt ad heyra hid ástkæra ylhýra, en svo var greinilega ekki ad segja um alla tharna inni. Svo thegar vid vorum ad fara og vorum ad klæda okkur í úlpurnar, sagdi kona á næsta bordi í frekar tudrulegum tón "skynd jer nu at gå". Svo ætla má ad vid høfum verid øllum tharna til ama, en mér vitanlega gerdum vid ekkert nema ad tala saman og borda. Thad er kannski bannad ad hlæja og brosa á almannafæri thegar madur er kominn út fyrir mørk Københavns Kommune. Ja ég veit thad ekki....
Nú veit ég ekki hvad ég á af mér ad gera og er alveg ringlud vid tilhugsunina um ad thurfa ekki ad læra fyrir próf. Ég hefdi viljad fara í búdir ad kaupa mér føt eda hin langthrádu stígvél sem ég er búin ad fantasera um í tvær vikur núna, en danir eru svo latir ad their loka búdum klukkan tvø á laugardøgum. Ég verd thá bara hérna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home