blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, mars 08, 2004

Sælinú. alltaf jafn kalt í Danmørku, hinsvegar sú nýbreytni komin til skjalanna ad Billy hillan umrædda er komin á lappir sínar eftir mikla víkingafør í IKEA og annad eins ævintýri vid ad setja hana saman. thetta gekk thó allt frekar vel, neyddist thó til ad taka leigubil med hana heim, thar sem hillutudran reyndist vega um thad bil hálft tonn og mín sá fram á ævilanga hryggskekkju eda krypplingsdóm ef ég hefdi farid ad burdast med thetta lengra en út á bílastædi. Smá vesen kom upp thegar ég var ad setja hana saman, en ég labbadi thá bara út í næstu verkfærabúd og keypti tøng og skrúfjárn og er nú vel sett hvad vardar verkfæri, og hillan stendur flott og fín á raudri teppisdulu sem einnig er keypt í hinni gódu búd I... Stráksi, eins og ég kýs ad kalla sambýling minn, var thennan dag med nýja gellu í heimsókn, hún virtist reyndar vera besta skinn, en alger barbídúkka. Hann er svosem óttalegur Ken. Hún gisti og var langt fram á næsta dag og glumdu hlátraskøll hennar um alla íbúdina, og kvaddi hún svo med virktum næsta dag og hefur ekki sést til hennar sídan. Ég veit ekki hvurslags lifi thessi madur lifir eiginlega. Stráksi hefur varla sést undanfarid, hann rétt rekur sitt sólbrúna nef inn um dyrnar og er svo horfinn á ný.

Annars gerist lítid í lífi mínu, mér finnst ég vera ad sligast undan námsalagi, og lýsir thad sér mikid í almennri leti.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home