blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, febrúar 14, 2004

Hejsan alleihopp. Þá er ég í Lundi í Svíþjóð í góðu yfirlæti med þeim Dagnýju, Agli og Önnu Heru. Pawel stakk af til Finnlands snemma í morgun, svo félagsskapar hans nýtur eigi vid. Hann var annars alveg ad gera sig í gær med kassagítarinn og léttpoppada útgáfu af Guds vors lands.

Ég tók semsagt lestina í gær og thad tók ótrúlega stuttan tíma, rétt nádi ad fara einu sinni á klósettid og allir gláptu á mann thegar ég gekk eftir ganginum, eins og thad væri afskaplega undarleg hegdun, ad ganga um. LUnd er svo bara mjög týpiskur sænskur bær med steinlögdum götum og múrsteinshúsum, gömlum kirkjum, hm, jc, lindex og kappahl og svoleidis búdum, og svo spar og burgerking. Ekkert nytt í því dæmi. Dagný og Egill búa rosa flott i stærdarinnar íbúd og ég tudadi allt kvöldið í gær um mína holu í deiliíbúðinni og Peter og hans skarkala um miðjar nætur. Svona er þetta misjafnt. En það er rosa gaman að hitta krakkana og komast í smá almennilegan húmor, það er nefnilega mjög mikið af bröndurum sem er bara hægt að segja á íslensku. Ég hef saknað þess svolítið og líka skrýtið að danskir vinir mínir geta aldrei kynnst akkúrat þessari hlið á mér. En þannig er nú það.

Við erum búin að slúðra um heima og geima, fara í buðarráp og Anna Hera er hreint út sagt að tapa sér í þessum búðum, sérstaklega H og M. Enda er það góð búð. Ég er búin að kaupa einn ljósbláan bol og eyrnalokka frá H og M og keypti svo geðveikt fína svarta og bleika skó frá Nilsson í dag. Pastelæðið er að taka yfir lif mitt, við Anna töluðum um það í gær að við erum greinilega báðar að taka út okkar bleika prinsessutímabil á fullorðinsaldri, enda þverneituðum við báðar að ganga í bleiku þegar við vorum litlar. 'i gær var ég meira að segja með bleikan varalit og bláan augnskugga. En ég á nú svo mikið af bleikum varalitum.

'Í gær var svo partý heima hjá fólki sem heitir Halli og Ella, Ellu var ég með í sögu 103 í ármúla. Í partýinu voru svo fyrir utan okkur Hugrún og Gutti, Þóra Þorsteins og tveir sænskir krakkar sem voru klædd í óhugnalega grímubúninga, af því að þema partýsins var föstudagurinn þrettándi. Partýið var samt mjög rólegt og bara svona sitja og tala partý, en Egill lofaði mér að við myndum fara almennilega að djamma í kvöld, ég var meira að segja bara farin að spá í að fara heim í dag en er nú hætt við það. Svo er bara að sjá hvernig þetta fer, enn er til nærri heil ginbokka og heilmikið hvítvín og allir í góðu stuði og í nýjum fötum og skóm. Trallalúlí.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home