blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, apríl 12, 2004

Þá er þessari dvöl á klakanum að ljúka og kominn tími til að tygja sig heim til Dänemark. Ég er um það bil tíu kílóum þyngri og einu heilu stígvéli fátækari eftir þessa tíu daga, en heimilishundinum þótti afskaplega nauðsynlegt að bragða aðeins á hægra stígvélinu mínu þegar eg kom heim ofurölvi á laugardagsmorgun og álpaðist til að skilja þau eftir á stofugólfinu, þar sem dýrið komst í þau.
En þetta er búið að vera fínt, rosa gaman að hitta alla aftur og kveð ég hér með og bið að heilsa alla/r þa sem ég kvaddi ekk (flestir sem ég þekki held ég) og hlakka til að sjá ykkur aftur.
Annars má nefna það að ég byrjaði að skrifa mina BAritgerð í dag og heilagreyið alveg búið eftir öll þessi erfiðu orð sem komast fyrir á einni síðu, svona leksikal funktional semantik paradigma konkretisere tal.Ekki alveg viss um að ég skilji það sem ég var að skrifa en vonandi að einhver annar skilji það.

Takk fyrir mig, kæra Ísland, og ég kveð að sinni. Og hæ Danmörk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home