blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, apríl 11, 2004

Í kvöld fór ég á The Passion of the Christ með systkinum mínum og er svona að ná mér eftir það.Þrátt fyrir að myndin sé mjög vægðarlaus, þá er þetta sjálfsagt ekkert langt frá sannleikanum og ég er fegin að eg fór, mér varð hugsað til hennar Amberly minnar, sem er held ég eina manneskjan sem hefur eitthvað hreyft við mér hvað varðar trú. Ég nefnilega aldist upp við það, eins og svo margir, að trú væri óþörf og mér hefur alltaf fundist trú vera eitthvað fyrir annað hvort bilað fólk eða fólk sem liði eitthvað illa og þyrfti að halla sér að einhverju í aumingjaskap sínum. En trúin hennar Amberly var svo falleg og hrein, og ég skynjaði svo sterkt hvað trú var mikilvæg fyrir hana, að í fyrsta sinn langaði mig til að trúa. Það hefur nú reyndar ekkert mikið gerst síðan þá og ég er ekki enn búin að breytast í ofsatrúarmanneskju eða trúboða, en ég er oft svona að pæla í þessu. Það er bara svo mikið um að fólk hæði og líti niður á trú, auðvitað þurfa ekkert allir að vera trúaðir, en fólk er heldur ekkert svakalega opið fyrir þessu. >Það er eins og það sem er satt og gott í sjálfri trúnni komist ekki til skila heldur getur maður endalaust verið að festa sig við hvað truin hefur gert slæmt í þjóðfélagin/sögunni og hvað margt í biblíunni sé svona og hinsegin. Ég hef svosem ekkert lesi biblíuna og er ekkert mjög spennt fyrir öllu kirkjuapparatinu, það er nú meiri vitleysan sem þar viðgengst og margt slæmt sem kirkjan hefur staðið fyrir, en auðvitað margt gott.
Nu má ætla að fólk sem lesi þetta súpi hveljur og telji mig vera á leiðinni í Amishsamfélagið, en svo er ei. Ég er einungis að viðra mína þanka hvað varðar trúmál og eg þurfti reyndar alveg að taka mig á til að þora að hugsa þessar hugsanir, en núna eru þær semsagt komnar á netið. Alltaf gaman að vera á egó/individulisma flippi á tækniöld.

Jæja, fitan á maga mínum er orðin alveg rosaleg. Ég sé greinilega að ég hef fitnað eftir níu daga dvöl á landi ísa og elda, og sennilega ekki nema best að ég fari að koma mér back to good old Denmark og upp á minn ljósblaa hjólgarm. Ég bara skil ekki af hverju fita getur ekki dreift sér jafnt! Verður þessi andskoti að setjast í einn köggul (dúnmjúkan þó) á kviði mínum og bylgjast þar og titra þegar slegið er á, eða hanga værðarlega yfir beltisstreng minn og daðra við að snerta lærin á manni. Þetta er yfirgengilegt. En svosem ekki nema von þegar maður hreyfir sig ekki í tíu daga nema til að labba út á bílastæði og svo háma í sig kókópöffs með nýmjólk í tíma og ótíma.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home