Allt schnarbrjálað að gera í vinnunni. En það er samt gaman. Mig langar að eiga nafnspjald til en grunar að traineesum sé ekki boðið upp á slíkan lúxus. Hinsvegar er boðið upp á að vera sífellt að háma í sig kex og drekka te á meðan að maður slær leyndardóma af ýmsu tagi inn á tölvuna og veit ég ekki hvað Manneldisráð myndi segja ef þeir vissu af þessu.
í gær var ég í afmælisboði hjá Önnu Sigrúnu og Daníel kærastanum hennar. Þau eru frá Noregi og eru skemmtileg. Anna Sigrún varð 26 ára og af því tilefni gaf ég henni bókina Miso súpa eftir japanskan höfund að nafni Murasaki, þessi bók mun víst vera Glæpur og Refsing samtímans.
Í afmælisboðinu voru allra þjóða kvikindi og þar á meðal Rússi sem vissi allt, og þá meina ég allt. Hann vissi meira að segja hvað öll bundeslöndin í Þýskalandi heita, ég hef nú ekki heyrt minnst á þessi bundeslönd í svo mörg ár að ég man ekki einu sinni hvað þau heita á íslensku. Hinn ungi Slavi lét svo í ljós afar neikvæða skoðun sína á Sex in the City, að þetta væri bölvaður þvættingur um siðlausar kvensniftir sem lifðu tilfinngalausu gjálífi og hverri siðavandri stúlku væri hollast að slökkva á tækinu þegar ósóminn færi af stað. Viðstaddar siðlausar stúlkur tóku að sjálfsögðu andköf og hófu mikil mótmæli, ég spurði hvað honum hefði fundist ef þátturinn hefði verið um karlmenn. Hann sagði þá að karlmenn myndu bara aldrei haga sér svona, ég sagði þá að allir myndu haga sér svona ef þeir hefðu tíma, efni og möguleika á því og hann svaraði þá að karlmenn myndu bara aldrei tala svona mikið um hjásvæfur sínar. Ojæja.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home