blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, september 24, 2004

Jæja, gærkvöldið gekk nú vel og sómasamlega fyrir sig og ég er því hér heil á húfi á skrifstofunni en ekki bundin og kefluð á hraðleið til Tbilisi. Reyndar að mörgu leyti áhugavert kvöld, spennandi að heyra um þau vandamál sem kákasíski minnihlutinn er að slást við, en ég held að ég geti með góðri samvisku sagt að þessi ungi maður sé ekki mannsefnið mitt tilvonandi. Veit samt ekki hversu mikið hann var að hlusta á útskýringar mínar um einhleypingalíf og þar fram eftir götunum, því hann vildi amk endilega hringja í mig aftur. Ojæja.

Ég sef ekki almennilega á nóttunni! Í nótt vaknaði ég a.m.k. þrisvar, fyrst af því að ég þurfti hrikalega mikið að pissa, í annað skiptið af því að mér var illt í hausnum, næst af því að mér var illt í maganum og svo vaknaði ég af engu rétt undir sjö. Það er reyndar búið að vera að endurtaka sig um skeið að ég vakni klukkutíma áður en ég þarf að vakna, frekar pirrandi. Svo dreymir mig alltaf mjög mikið á nóttunni, mjög líflega og áhrifamikla drauma og ég er ekki frá því að það fari heilmikil orka í þessar draumfarir mínar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home