Prinsar ok froskdýr
Það virðist ekkert lát vera á fljúgandi kykvendum í þessari herbergiskytru minni. Undanfarna þrjá daga hefur feit og pattaraleg fiskifluga haldið fyrir mér vöku og truflað mig á alla lund með brjálæðislegu suði sínu og sveimi. Ég held að henni finnist alveg jafn óþolandi að vera lokuð inni og mér finnst að hafa hana í heimsókn. Kann samt ekki við að klessa hana, svo ógeðslegt allt svona skordýrajukk. Það er víst ekki annað að gera en að bíða eftir að hún hrökkvi upp af. Er reyndar að íhuga að flytja úr hótelinu upp á sjálft kollegíið, þarf aðeins að kanna það mál betur.
Málþinginu lauk vel í gær og kom ég fram undir lokin og sagði skoðun mína sem var einhvern veginn svona "all very interesting...especially for me as a newcomer..."so many new contacts...thank you on behalf of Nordic Council of Ministers.." og þar fram eftir götunum. Svo veit ég ekki hvað ég má segja meir vegna þagnarskyldu minnar. En ég náði amk koma sjálfri mér á framfæri (hef náttúrulega ágætis reynslu í því eins og sjá má á myndum í fjölskyldualbúmum) og fá nafnspjöld ýmissa mikilvægra persónna. Því miður hef ég ekkert nafnspjald sjálf, ef svo væri hefði ég sko aldeilis deilt því út á báða bóga. Þar að auki get ég með sanni sagt að þetta málþing var í raun og veru mjög áhugavert. Fékk að túlka bæði opinberlega og óopinberlega og það gekk bara vel, reyndar betur þegar það var óopinberlega, soldið stressandi þegar er fólk að horfa á mann.
Fór svo á skauta á sunnudaginn! Það var nú gaman...er að spá í að kaupa mér skauta og verða skautadrottning.Lísa er svo mikið krútt...kynntumst samt engum prinsum þrátt fyrir áætlanir okkar. Fórum svo á kaffihús um kvöldið og þar var atvinnuleysingi einn sem reyndi við okkur. Hann var kannski prins í dulargervi, ekki gott að vita.
Hinsvegar er ég kannski bráðum að fara í heimsókn til armeníska kærastans hennar Zaríönu (og litla bróður hans), með henni auðvitað. Nú erum við öll búin að bíða heillengi eftir því að pabbi þessa tveggja fullorðnu manna á þrítugsaldri drulli sér heim til Armeníu svo að ungu mennirnir geti komist út úr húsi og hitt fólk, og boðið okkur í heimsókn. Þeir mega víst ekki gera neitt þegar hann sér til eða veit af. Ótrúlegt alveg. Maður giftir sig víst ekki inn í slíka fjölskyldu.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home