blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, september 27, 2004

Blóðsugur næturinnar

Vaknaði í nótt við ákaft suð yfir andliti mér, suðið færðist í sífellu fjær og nær og gaf sig ekki sama hvað ég reyndi að berja og slá út í loftið. Afleiðingar þessa litla en óskemmtilega næturgests má nú sjá á tveimur blettum á vinstri upphandlegg mínum, neðarlega á vinstri þumal og undir hægra auga mínu! Af öllum ummerkjum að dæma hefur næturgesturinn sennilega verið nýkominn með hraðflugi frá Síberíu og ekki fengið vott né þurrt um allnokkurt skeið, því ekki varð ég vör við nema eitt kvikindi (sá ókindina miklu með eigin augum í morgun en tókst ekki að koma henni fyrir kattarnef).

Og ekki er enn búið að kveikja á miðstöðvarhitanum. Aftur á móti var ég þrisvar spurð í gær hvort ég væri að leita að íbúð. Einhver dularfull Soffía hafði víst haft samband við TsentrInn og verið að leita að Önnu sem vantaði íbúð. Ég er ein af þrem Önnum á hæðinni, og ekki voru hinar Önnurnar að leita sér að íbúð, svo ég veit ekki hvað er í gangi. Samsæri um að koma mér út, kanskje? Ja maður spyr sig.

Nú er bloggið orðið voða fínt á litinn en öll komment hinsvegar horfin og ég veit ekki hvernig ég á að gera þau sjáanleg aftur. Duló.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home