blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, september 23, 2004

Lexía vikunnar

Fimmtudagur, hellirigning og Elena stungin af á einhverja aðalskrifstofu með þeim afleiðingum að ég kemst ekki í mat fyrr en hun kemur aftur.

Í kvöld liggur vafasamasta stefnumót ársins (eða lífs míns) fyrir. Eftir miklar vangaveltur og krísuhjálp símleiðis frá London (hringdi í Eilis til að ræða málið) hef ég komist að því að það sé varla nokkuð annað að gera en að hitta manninn, drekka með honum kaffi og tjá honum svo að milli okkar geti ekkert orðið og ég vilji öngva kærasta eiga hér í bæ. Lexía vikunnar er svo að láta ALDREI ókunnuga karlmenn fá símanúmerið manns, sama hversu krúttulegir þeir kunna að virðast við fyrstu sýn. Sérstaklega ef þeir hafa eldheitt dökkt augnaráð. Fyrst ber, eins og Tinna sagði, að krefjast ýtarlegrar skýrslu um aldur, menntun og fyrri störf og helst blóðrannsóknaniðurstöður.
Mikil lífsspeki að komast að þessu hátt komin á tuttugasta og fjórða aldursár, sérstaklega þar sem kynni mín af fávitum (held nú að þessi sé ekki endilega fáviti, við eigum bara ekkert sameiginlegt) eru orðin nokkuð mörg og litrík.
Ilja hefur þó til allrar hamingju ekki látið á sér kræla. Það er þó alltént betra.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home