Eru konur konum verstar?
Ó, ó, ó. Eins yndislegt og mér finnst að vera kona, þá er það oft flókið, og sérstaklega þegar það kemur að því að vinna á KVENNAVINNUSTAÐ!!! Nú er ég að vinna í heimaþjónustunni, og mikið lifandis ósköp geta þessar konur í vinnunni minni verið útspekúleraðar og illa innrættar gagnvart nýju starfsfólki, sérstaklega ef það er í yngri kantinum. Það vantar ekki ásakanir um að við séum/ætlum að skrópa í vinnunni, svíkjast undan verkum, skammir fyrir eitthvað sem við höfðum enga hugmynd um að við ættum að gera eða bærum ábyrgð á - enda hefur kynning á vinnustað verið sama sem engin. Nú er ég búin að vinna þarna í einn og hálfan mánuð og veit ekki enn hvað margar konurnar heita, en er um það bil komin með upp í háls af þeim. Af hverju þarf þetta að vera svona!!!
Er að hugsa um að leita mér að nýrri vinnu...
Kíkti annars stutt á fimmtudagsbarinn í gær og fann gjörla hversu mikið ég sakna þess að vera alvöru stúdína. Næstu annir ætla ég ekki að vinna svona mikið (ég mun náttúrulega aldrei fá þetta bévítans SU), enda búin að komast að því að sem íslenskur námsmaður geti ég unnið skattlaust!! AF HVERJU er enginn sem segir manni frá þessu...
3 Comments:
Já konur eru konum verstar, samanber eftirfarandi vinsælt orðatiltæki um þessar mundir: "ég fer ekki að kjósa hana bara af því að hún er kona!" Og stjórnkerfið upplýsir aldrei um hlunnindi. Þeir geta tapað á því.
By Nafnlaus, at 11:57 e.h.
fáðu þér vinnu á bar. þannig geturu sameinað djamm og vinnu + eyðir ekki pen á meðan...
ekki letjast af vinnugellunum. vertu bara kammó við þessar kellíngar og gefðu þeim nammi. allar konur fíla nammi...
By Nafnlaus, at 6:26 e.h.
p.s. svo er líka alltaf klassískt að dissa karlmenn!
By Nafnlaus, at 6:27 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home