blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, febrúar 26, 2005

Held ekki að það hafi gerst neitt merkilegt í dag. Nema það að ég svaf í tvo tíma eftir vinnu og dreymdi að ég væri í SuperBrugsen að skamma þar manntetur fyrir vanrækslu á börnum sínum. Það blandaðist einhvern veginn inn í mjög undarlegan draum þar sem ég var að ráfa um gígantískt kaffihús á Íslandi, á föstudags eftirmiðdegi vel að merkja, og var alveg hissa hvað þar voru allir hressir að dansa - EDRÚ um miðjan dag!

Núna er ég að sötra vodka í appelsínudjús eins og hver önnur Bridget, að bíða eftir Anne og svo ætlum við að hitta Wendy á Öresundsbarnum...Annars segir Miguel að við séum eins og Bridget og Mark. Hún alltaf á djamminu og hann "rólegur, feiminn"...ööö, ók. Sá ekki betur en að kauði væri hæstánægður með þessa líkingu sína. En auðvitað hefur alltaf verið ýmislegt líkt með okkur Bridget, fer ekkert að telja það upp þar sem það ætti að vera auðsýnilegt hverjum náttblindum apa.

3 Comments:

  • Dianemite... er pillan sem ég fitnaði á í den, bætti á mig 15 kílóum á fjórum mánuðum - og hætti svo á henni.

    Sem sagt, hef ekki góða sögu að segja... myndi gefa henni mánuð en ekki þrjá eins og mælt er með, og skipta svo. Ciao

    By Blogger Thóra, at 1:57 e.h.  

  • Takk fyrir málið,sjáum hvað gerist með mig...

    By Blogger Jon Kyst, at 6:16 e.h.  

  • Nei takk fyrir ráðið meinti ég...

    By Blogger Jon Kyst, at 6:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home