Sumar sumar kom þú til mín
Einn af gamlingjunum gaf mér stærðarinnar núggatstykki í dag! Jújú, ekki er vanþörf á, enda er meinhollt að luma alltaf á nógu sykurdrulli ef ske kynni að löngunin yrði of sterk.
Er búin að vera að nostalgíuflippa smá undanfarna daga og hlusta á alla gömlu Nick Cave diskana mína, sem og fleiri fortíðardrauga. Ferðin til Stokkhólms var algert æði, rómantík mikil (og afslöppun!!!!!) og Miguel sló í gegn með því að vera fáránlega þolinmóður á meðan búðarápi okkar systra stóð, og svo hjálpaði hann Böngu að elda um kvöldið. Músí!!
Almennur grunur leikur á að vorið sé á næsta leyti. Samt sem áður voru einhver óþverra snjókorn að þrjóskast við að falla til jarðar, og loftið er ískalt. Get ekki beðið eftir sumrinu, sama plan og seinast: Svífa létt um (helst um 15-20 cm ofar jörðu), með ofurfíngerða háhælaða prinsessuskó á flauelsmjúkum fótum mér, klædd kjól sem minnir frekar á skýjaslæðu en jarðneskt efni, og brosa létt en yfirlætislega við hverjum vegfaranda. Allir munu að sjálfsögðu taka andköf og snúa sér við á eftir mér/kasta sér að fótum mér, en ég mun einungis svífa áfram á leið minni um hina sólgylltu borg, og í besta falli kinka kolli og sveifla silkimjúkum hunangslitum haddi mínum í kveðjuskyni.
P.S. Þetta tókst ekki í fyrra, en ég gefst ekki upp!
1 Comments:
Hei! Ég er líka búin að fara í meikóver! Geri ekki annað en að setja myndir af mér og fötunum mínum á bloggið!
By Tinnuli, at 8:48 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home