Jæja. Ekki gefst veðrið upp. Þrátt fyrir vorlykt í lofti og vonarglætu í brjósti hér fyrr í dag, hefur veðurdjöflunum (ja, varla standa guðleg öfl að baki þessari firru) vaxið ásmegin og nú vælir nístingskaldur norðangarrinn við gluggann minn og grætur klakatárum á helfrosna jörðina.
En út í aðra og meira hressandi sálma. T.d. sálma um Færeyjar. Færeyska, og Færeyingar eru tvö merkisfyrirbæri. Reyndar finnst mér færeyska alveg stórkostlegt tungumál.Tað, táða, leyði lauða løjður, allt einhvern veginn svona. Á Öresundskollegíinu er alltaf fullt af stórskemmtilegum auglýsingum á færeysku, eins og t.d. ein sem við sáum um færeyska dansfélagið Fótatraðk.
Annars veit ég ekki hvort ég þori að hætta mér inn á fyrrnefnt kollegí lengur. Á sunnudaginn mælti ég mér mót þar við Önnu Heru (sem býr þar,damnit)og röltum við yfir í pitseríuna sem er þar til húsa. Við stóðum við afgreiðsluborðið og kjáðum framan í hinn tyrkneska pitsubakara þegar mér þótti ég finna fyrirkunnuglegum andardrætti í hnakka mér, og snarsnéri mér við. Og viti menn, þar var tennisspilarinn frá því í fyrra sumar kominn, og mér varð svo hverft við að ég þagnaði og snéri mér aftur að pitsulistanum og lét sem það hefði aldrei neitt átt sér stað á milli okkar. Hvað var hann að vilja þarna? Maður á aldrei að sofa hjá fólki sem maður á almennt ekkert vantalað við...eða þannig. Það á það nefnilega til að birtast á ólíklegustu stöðum þegar maður hefur minnstan áhuga á að sjá það.
6 Comments:
jæja anna panna! fortíðinni verður ekki breytt væna mín og þú verður að líta á hvern tennisspilara (eða annars konar spilara) sem ríkulegt innlegg í reynslubankann! það er nú reyndar undir spilurunum komið hversu ríkulegt það er...
By Halla, at 10:07 e.h.
Hans innlegg var sko alveg meira en nóg, get ég sagt þér...og segi svo ekki meir, þar sem að móðir vor les þetta blogg.
By Jon Kyst, at 12:16 f.h.
Múhahahahah!
Þið eruð skemmtilegar systur. Og heimasíðan hjá Fótatraðki er ekki síðri.
By Unknown, at 1:59 e.h.
Jesús Kristur! Ertu að meina þennan sænska?
Ef já: Asni að tala ekki við hann!
Ef nei: Asni að tala ekki við hann!
By Nafnlaus, at 8:18 e.h.
Færeyska: (fö-ísl)
Skreppa = niðurgangur
Avgangur = brundur
Krakki = kollur
By Nafnlaus, at 8:20 e.h.
Færeyska: (fö-ísl)
Skreppa = niðurgangur
Avgangur = brundur
Krakki = kollur
By Nafnlaus, at 8:21 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home