Allamalla. Bara hríðarbylur úti. Núna finnst mér kannski allt í lagi að humma aðeins yfir veðrinu, enda man ég ekki eftir að hafa nokkurn tímann séð svona mikinn snjó hér í DK. Er létt frosin eftir vinnudag utandyra, og datt einu sinni af hjólinu.
Var annars að komast að því að það er mögulega hægt að hafa heilmikinn pening út úr ríkinu og borga lægri skatt og ich weis nicht was. Þarf að kanna þetta mál betur. Haha, svo gerðist fáránlegt dæmi í metróinu í gær. Metróið hér í Köben er til alls líklegt og það sýndi sig sko aldeilis í gær. Við Anna Hera ákváðum að nýta okkur samgöngukerfið í stað þess að hjóla í dansinn, en lögðum aðeins of seint af stað. Auðvitað voru miðavélarnar í algeru fokki og ég þurfti að berja þær og bölva til kaldra kola áður en út hrökklaðist hinn rándýri 17 kr miði. Svo fórum við niður og settumst í lestina, í þeirri góðu trú að hún myndi flytja okkur til Nörreport og þaðan mætti taka strætó inn á Nörrebro. Christianshavn, Kongens Nytorv, Nörreport...nei, allt í einu sé ég Nörreport þjóta hjá á eldingarhraða og lestin brunaði sem mest hún mátti áfram í áttina til Vanlöse. Ókennileg karlmannsrödd muldraði í hátalarana svo eigi mátti greina orðaskil, og við stigum því úr á næstu stöð og tókum lestina tilbaka. Og aftur þutum við framhjá Nörreport og nú heyrði ég að í hátölurunum var tilkynnt um "brandalarm på Nörreport station og vi vil advare alle passagere om at gulvene på andre stationer er EKSTREMT glatte." Hið ríkisrekna metró semsagt dauðagildra og sennilega betra að velta hundrað sinnum af hjólinu en að setjast upp í það feigðarfarartæki.
Stokkhólmur á föstudaginn!! Spennandi...
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home