Ég er búin að vera svo viðurstyggilega þreytt, a.m.k síðan um áramótin, að geðheilsu minni var farin að stafa hætta af. Fyrir utan velþekkt einkenni hefur þreytan líst sér í áhugaleysi á námi og matargerð, sem hefur leitt til einnar B- einkunnar og mikillar ruslfæðisneyslu. Þetta tvennt hefur svo leitt til stresskasta og vissu um eigin landeyðuhátt svo og tilgangsleysi lífsins.
Hámarki náði þetta allt saman í gærkveldi. Ég lá grá af þreytu og hálfvolandi á rúminu hans Miguels og tautaði "it's neverending, I can't do it". SVo var ég eiginlega búin að taka ákvörðun um að taka mér frí frá námi, en það strandaði allt á praktískum ástæðum og í dag finnst mér þetta óttalegt bull. Reyndar finn ég hvað þessi B- situr í mér. Því ég verð sko alltaf að fá toppeinkunn. Ég get varla hugsað mér að taka þessa leiðinda B-ritgerð upp og skoða hana...ekki frekar en slímugan snák. Brrrrrrrrrrrr.........
2 Comments:
Já, það er ömurlegt þegar að það verður áberandi áþreifanlegt að maður er ekki fullkominn...hefur slæm áhrif á geðheilsuna. En þetta er jú árstíminn þar sem allir eru þreyttir og áhugalausir og þrátt fyrir að vera í Köben hefurðu ekki komist undan þessari janúarþreytu sem er svo smitandi á Íslandi og teygir anga sína langt fram í apríl. Ég er bara lasin heima í veikindaþunglyndi að horfa á bandarískar unglingasápuóperur...fátt sem gleður hjartað meira nema ef skildi vera undurfagur rafvirki sem talar blíðri röddu í átt til mín!
By Sif, at 2:17 e.h.
Vá, má ég koma í heimsókn til þín!
By Jon Kyst, at 5:01 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home