blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, mars 30, 2005

Kom heim frá London í gær, gjörsamlega uppgefin eftir að hafa risið úr rekkju klukkan tuttugu mínútur i fjögur um miðja nótt! Úff...engu að síður var viðurstyggilega skemmtilegt í London, það er sko engin lygi þegar þessi borg er kölluð shopper´s paradise. Til allrar hamingju tókst mér að halda mér nogenlunde á mottunni, festi þó kaup á nokkrum vel völdum pjötlum frá Topshop, Selfridges og Camden Market.

Við Eilis skemmtum okkur konunglega saman eins og alltaf og hún ætlar að koma í byrjun júní, jibbí!!
Við fórum að djamma bæði föstudags, laugardags og sunnudagskvöld, fyrsta skiptið var reyndar algert mis. Byrjuðum á því að fara á einhvern fleðulegan klúbb þar sem allt var morandi í múlöttum og blökkumönnum að dilla sér við ljúfa tóna, og leist mér vel á sjálfa mig og allar aðstæður þar inni. En nei, auðvitað þurftu vinir kærasta Carol (vinkonu Eilis) að heimta að fara á 333, sem mun vera fræg og kúl búlla, og ekki veit ég fyrir hvað. Þarna voru ALLIR á dópi, ógeðsleg tónlist og ég var að tryllast af þessari vitleysu. Næstu tvö kvöld fóru mun betur á Tiger Tiger á Picadilly, þar var pjatl að mínu skapi og reynt við mann aðra hverja sekúndu. Á sunnudagskvöldinu eignaðist ég vin frá Jemen og var nærri ættleidd af sex risavöxnum blökkumönnum sem sögðu hvað eftir annað "work that booty girl, shake that round booty" og dönsuðu eins og Usher og vinir hans.

Svo keypti ég pulsu af ómálga tyrkneskum götusala (hefði betur látið það ógert, var óglatt í tvo daga á eftir)og reyndi af miklum mætti að sannfæra hann um að snúa heim til hjarðlífsins á anatólísku hásléttunni. Hann svaraði mér engu, enda sjálfsagt aldrei nærri kind komið og sennilega komið beint úr einhverju skítahverfi í Ístanbúl.

Á meðan ég var fjarverandi var maður saxaður í búta hér í Kaupmannahöfn og bútarnir skildir eftir á götuhorni. Heimur versnandi fer. Dönsku fjölmiðlarnir velta sér upp úr þessu af mikilli ánægju, enda fátt sem kætir þá frekar en suddaleg morð á saklausu fólki.

1 Comments:

  • Jeminn trúr! Það er ekki lognmolla í kringum þig frekar en fyrri daginn!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home