Lífið er nú meira ævintýrið, og mér finnst það verða meira og meira spennandi með degi hverjum.
Þrátt fyrir háværar yfirlýsingar mínar um að nú ætli ég sko ekki að fara eitt né neitt, virðast örlögin ekki sammála þeim áætlunum. Nú er ég sem sagt orðin viðurkenndur þáttakandi í leiðangri til Tjúkotku í Rússlandi, sem er eins langt í burt og hægt er að komast...Planið er að skoða eskimóana og rostungana frá ágúst til október...ég er sjálf svo lens yfir þessum ótrúlegu tækifærum sem virðast hlaupa sjálf í fangið á mér...Takk, Guð!!!!
3 Comments:
Ertu að meina þetta! Tell me more!
By Nafnlaus, at 7:27 e.h.
Vá, nú verð ég aftur að ná í stóru landakortabókina, þurfti sko að fletta Arkhangelsk upp í fyrra til að vita hvar það væri.
By Unknown, at 6:50 e.h.
Já, þetta er sko ENNÞÁ lengra í burtu. Arkhangelsk er nú bara í næsta húsi í samanburði...
By Jon Kyst, at 7:39 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home