blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, maí 23, 2005

Ég sá að Þóra nefndi Bridget Jones 2 í nýlegri færslu, og var stalla mín óánægð með myndina atarna. Ég verð reyndar að segja að mér fannst þessi mynd ekki léleg og alveg skiljanlegt að greyið Bridget væri orðin ástsjúk. Enda held ég að ég væri nákvæmlega eins , ef ekki bara verri,ef ég væri komin yfir þrítugt og enn á lausu. Fyrir utan það að ég væri örugglega farin íhuga að ræna ungabörnum annarra til að fullnægja móðurlegum hvötum.

Ég skil samt alveg frá hvaða sjónarhorni Þóra gagnrýnir myndina, en ég held að einhleypi og persónulegur styrkur þurfi ekkert endilega að vera tengt...ef fólk skilur hvað ég er að meina. Bridget er nú þarna á fullu með frama sinn og dundar sér við eitt og annað - hvað sem því líður held ég að flest fólk langi til að eignast maka, og það gildir jafnt um konur og karla. Ef ég miða t.d. við sjálfa mig, þá fannst mér hreint ekkert leiðinlegt að vera á lausu og hafði bara nóg að gera við að skemmta sjálfri mér. En mér finnst líka frábært að eiga kærasta sem ég get knúsað og borðað með, og vilja ekki flestir hafa einhvern til að tala við þegar þeir koma heim úr vinnunni? Ég kannaðist a.m.k. mjög vel við margt af því sem er lýst í myndinni...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home