blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, júlí 25, 2005

Það virðist vera komið hlé á sumrinu, ekki útlit fyrir 25 stiga hita og sólskin á næstunni. Ég treysti hinsvegar á ágúst og september...

Í fréttum er annars að Spánarferðinni um áramótin er aflýst. Ég sé ekki fram á breytingar í þessu máli, nema IcelandExpress drullist til að lækka fargjöldin - bara ferðin til Íslands kostaði meira en að komast til Oviedo á tveimur flugmiðum. Ég verð þá að finna annan tíma til að leika við krúttið mitt og bíða með það að gleypa 12 vínber á miðnætti, hinsvegar er allt útlit fyrir að ég muni leika við ykkur og gleypa í mig ódýrt freyðivín á miðnætti. Á gamlárskvöld, það er að segja.

Hvað sem því líður finnst mér að IcelandExpress gætu boðið betur - hvað á það að þýða að selja far aðra leiðina til Íslands á 800-1000 danskar krónur, þegar þrjár vélar fljúga á dag og nóg er eftirspurnin? Haaallllóóóó???

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home