blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, september 11, 2005

Ég verð nauðsynlega að skrifa lista yfir það sem ég þarf að koma í verk á morgun, annars fer morgundagurinn í vitleysu. Vandinn er sá, að við tilhugsunina um lista þennan fæ ég stresskrampa í magann og óþægilegan fiðring um allan kroppinn. Þetta getur víst kallast stress á háu stigi, enda er ég orðin ansi hreint upptekin þessa dagana.
Í gærkvöldi gerði ég nokkuð furðulegt, í fyrsta skipti en örugglega ekki í seinasta: ég straujaði rúmföt!! Upphaflega var það út af því að ég hafði gleymt þeim í þurrkaranum og þau orðin krumpuð eins hundrað ára gamalmenni, og ég kunni einhvern veginn ekki við að fara að setja svona hrukkuverk á rúmið mitt. Svo þegar til kastanna kom fannst mér þetta eiginlega bara mjög róandi verk og endaði á því að þrífa baðherbergið eftir allt straujeríið. Nuna get ég ekki ákveðið hvort ég eigi að fara niður í ræktina eða ekki, því á sunnudögum er gjarnan annað fólk þar niðri og það líkar mér ei. Sérstaklega þegar vissir Pakistanar eða fúlir rokkstrákar eru þar að þvælast.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home