blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, september 05, 2005

Köbenhavn vs. Jylland

Danir eru merkileg kvikindi. Ein þjóð, en þó skilja vötnin hana að. Þessa dagana er nýja Robinsonserían að byrja, og allar sjónvarpsstöðvar eru morandi í auglýsingum sem lýsa heiftúðugu hatri milli Kaupmannahafnarbúa og Jótlendinga. Í auglýsingunum má t.d. heyra þessar setningar:

"Jyder er søde, rare mennesker, som bor i ...Jylland."

"Bonderøve!"

"Jeg kender ingen københavnere, har kun set dem i fjernsynet og der virker de lidt højrøvede."

"Jeg tror sgu aldrig jeg har været i Jylland."

Aðalkeppnismálið felst því í rauninni ekki í hver vinnur Robinson, heldur hvaðan á landinu sú manneskja er. Reyndar get ég viðurkennt að ég finn sjálf fyrir miklu Kaupmannarhafnar-stolti og gæti ekki hugsað mér að búa annars staðar á landinu (hef ekki prófað það, og það stendur eigi til), enda eru þetta allt miklir djöfulsins bóndadurgar þarna hinum megin!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home