Köbenhavn vs. Jylland
Danir eru merkileg kvikindi. Ein þjóð, en þó skilja vötnin hana að. Þessa dagana er nýja Robinsonserían að byrja, og allar sjónvarpsstöðvar eru morandi í auglýsingum sem lýsa heiftúðugu hatri milli Kaupmannahafnarbúa og Jótlendinga. Í auglýsingunum má t.d. heyra þessar setningar:
"Jyder er søde, rare mennesker, som bor i ...Jylland."
"Bonderøve!"
"Jeg kender ingen københavnere, har kun set dem i fjernsynet og der virker de lidt højrøvede."
"Jeg tror sgu aldrig jeg har været i Jylland."
Aðalkeppnismálið felst því í rauninni ekki í hver vinnur Robinson, heldur hvaðan á landinu sú manneskja er. Reyndar get ég viðurkennt að ég finn sjálf fyrir miklu Kaupmannarhafnar-stolti og gæti ekki hugsað mér að búa annars staðar á landinu (hef ekki prófað það, og það stendur eigi til), enda eru þetta allt miklir djöfulsins bóndadurgar þarna hinum megin!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home