blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, september 12, 2005

Danskt haust

Hef ekki séð framan í þann fjanda síðustu tvö árin. Núna finnst mér fínt að það sé komið haust. Það er unaður að vera orðin stúdína á ný, þó svo að ég vinni 30stunda vinnuviku og vel það samhliða námi. Enn meiri unaður verður þegar dönsk stjórnvöld átta sig á að ég þarf pening eins og annað fólk og gefa mér færi á að hætta í þessum þrældómi.

Komst að því í dag að ein bókin sem ég þarf að kaupa fyrir Kulturvidenskabelige Forskningsretninger kostar 525 danskar krónur. Það þykir mér ekki góðs viti, og hef ekki enn þorað að athuga verðið á hinni bókinni. Niður með virðisaukaskatt á bókum!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home