blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, október 17, 2005

Það er eitt mjög pirrandi við það að búa ein/n. Maður þarf að passa sig á því að kaupa ekki of mikinn mat, þar sem að það er enginn annar en maður sjálfur til að borða hann, og þar afleiðandi þarf ég oft að henda mat, sem nég hef keypt í einhverju mikilmennskubrjálæði.

Í Danmörku er loksins orðið kalt, og ég er alveg hissa á því hvað ég er orðin kulvís. Ein konan í vinnunni sagði að það væri af því að ég væri svo mjó, og mér fannst það nú ekkert verra, svona af ýmsum mögulegum ástæðum. Svo talaði ég við Lízu vinkonu mína í Arkhangelsk í gær og fyrradag, og svei mér þá, hvort ég fékk ekki bara smá Arkhangelsk-nostalgíu. Ótrúlegt þar sem staðurinn er í sjálfu sér frekar óspennandi og næturlífið þar vonlaust, en allt í einu langaði mig mjög mikið að vera að brjótast gegnum snjó og myrkur með Lízu í leit að einhverju sæmilega þolanlegu öldurhúsi. Ef ég fæ einhvern séns á því, verður mitt fyrsta verk að heimsækja þessa frábæru vinkonu mína. En nú verð ég víst að fara á bókasafnið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home