blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, október 09, 2005

Auðvitað reyndist nóg að gera, fyrst var ég kölluð út laugardagsmorgun og svo mætti ég klukkan sjö (!!!!) úti á Österbro í morgun. Mér fannst eiginlega að þetta hlyti að vera einhver misskilningur þegar ég var að hjóla þangað í svarta myrkri í morgunsárið.

Dagný og Filip, sænski kærastinn hennar, komu í heimsókn í gær og það var nú aldeilis festligt. Því miður gat ég ekki djammað alla nóttina með krökkunum þar sem ég átti að vinna daginn eftir, en gaman var nú samt. Ágústa sem var með okkur í MH kom líka og það var bara rosa skemmtileg stemning. Pawel lék við hvern sinn fingur, spilaði á gítarinn og við tókum nokkra slavneska slagara saman, og svo bjargaði ég deginum hans með því að spyrja "Er þetta Megas?", þegar hann tók eitt lítið frumsamið. Svo bauð Filip mér og Miguel í pottapartí í desember. Jibbí!!

2 Comments:

  • Já það var rokkna stemmning!
    Ef þú ert ekki að vinna á miðvikudagsmorgun þá er stefnan tekin á aðra barferð þá. Vinur Pawels er að koma í heimsókn frá ICE á eftir og maður verður nú að sinna gestum sínum:=)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:29 e.h.  

  • Ég meina sko á þriðjudagskvöld, ekki barferð á miðvikudagsmorgni...neinei:=)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home