blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, október 07, 2005

Helgarvöktunum mínum var aflýst rétt í þessu og nú er bara að vona og biðja sem heitast að það verði fjöldaveikindi víðsvegar um allan bæ um helgina svo ég geti unnið mér inn smá pening. Ég er nefnilega bara búin að vinna einu sinni á tveimur vikum vegna heimsóknar kærastans og það er eins gott að vaktirnar fari að rúlla á ný. Annars veit ég ei hvar ég enda. Best að byrja á því að kaupa ekki neitt næstu vikurnar, nema mat og stundum bjór. Og reyna að hafa allan matinn discount, best að tékka á þessari Liedl búð, er hún komin hingað til Kbh?

Svo er ég að fara í tæbox á eftir. Ég þekki nefnilega mjög skemmtilega stúlku sem heitir María og er rosaleg bardagakona, hún fer til Tælands reglulega og lumbrar á litlum tælenskum vöðvaboltum. Við María kynntumst í Arkhangelsk á seinasta ári þegar hún var send til mín af hinum miður skemmtilega Mikkel, María reyndist vera nokkuð fínni pappír en drengurinn sá og nú ætla ég að prófa tæbox í tæboxgymminu sem hún er í. Wish me luck!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home