blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, október 19, 2005

Á sunnudaginn fer ég til Rússlands og ég er eiginlega að verða pínu stressuð, þó að það líti fljótt á litið allt út fyrir að vera í lagi. Það er bara allt svo óafturkallanlegt með Rússland, allir pappírar og allt verður að vera hundrað prósent í lagi, annars bíður manns ævilöng vist í ormétnu fangelsi og barsmíðar á hverjum degi. Svo er ég tourleader í seinni ferðinni. Það finnst mér enn hrikalegra. Vissulega er ég vön Rússlandi og þekki það ágætlega, en ég hef aldrei þurft að bera ábyrgð á neinum öðrum en sjálfum mér. Guð gefi mér styrk.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home