blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, desember 07, 2005

Einstæðir foreldrar eru ekki þeir einustu sem eiga bágt á jólunum....gleymið ekki einstæðum stúdínum...

Fjárráð mín eru að verða svo ískyggilega mínímalísk að mér er farið að verða um og ó. Ég vona svo sannarlega að ég fái sæmilega útborgað í næstu viku, því annars get ég alveg eins lagt mig fyrir utan Lokal Kommúnusentrið hér á Amager og beðið dauða míns. Allar þessar reisur hér í haust og þar með fjarvera frá vinnu hafa greinilega farið illa í veskið mitt. Ég sem var algerlega búin að gleyma hvernig það er að vera blönk. Sem er sjálfsagt ástæða núverandi ástands.

Anne týndi gemsanum sínum um helgina. Það er nú verra, því nógu erfitt var að ná í hana í litla kvikindið. Heimasíminn hennar virðist nefnilega vera í annarri vídd en hún, því hún svarar sirka tvisvar á ári í hann.Ekki nógu gott. Við sem ætluðum að hafa filmaften í kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home