blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, nóvember 27, 2005

Í gær eldaði ég kjötsúpu handa vinum mínum, og ætlunin var að á eftir súpuátinu fylgdi kósí kvikmyndagláp og tilheyrandi sælgætisneysla. En nei, þessi lýður sem ég kalla bestu vini mína heimtaði auðvitað gorylkutár (úkraínskt brennivín með tjilí og hunangi) með súpunni, svona upp á stemningu og áður en við vissum af hafði kvöldið tekið þá stefnu sem oftast er kennd við Sódómu, Gómorru og hinn fallna Babýlonsturn. Margt hef ég lifað á djamminu en þetta kvöld stendur upp úr, sérstaklega þökk sé brjóstasýningum Anne og Nönnu, hálfnöktum dansi allra viðstadda, hinum ýmsu möguleikum sem negrakossar (flödeboller) bjóða upp á og almennum skrílslátum.


Við hóuðum í vin okkar úr skólanum og allt í einu var hann Joe nágranni minn líka kominn inn á gólf og farinn að taka þátt í fjörinu, og úr varð hin besta skemmtun sem mun með orðum Joe "gera mig alræmda hér á kollegíinu". Ekki skal farið nánar út í hin afar sóðalegu smáatriði, en segjum bara að þetta hafi verið frábært gilli og skal slíkt endurtekið eftir þörfum...

6 Comments:

  • hæ gæska;)
    ekkert búin að komast að því hver björgvin er? hehe, mér fannst þetta bara soldið fyndið... :)
    jæja, tveir skóladagar eftir, spænskuritgerðin LOKSINS tilbúin og svo eru það bara prófin og vinnan! :/
    jólin eru samt alveg ágæt:)

    By Blogger Halla, at 4:55 e.h.  

  • hvað er uppi gæskan? ertu orðin kona einhleyp? hvenær kemuru? hlakka til að sjá þig, hilsen helga þórey.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:42 f.h.  

  • nei nei nei nei...
    Vid thekktumst nú aldrei gæskan :)
    Vid bara hittumst í gegnum hitt og thetta fólk sem vid einhverveginn thekktum bædi...

    ég var einu sinni med gulan hanakamb... og fannst ég gedveikt töff...
    hmmm
    já thad...
    eda hittumst vid fyrst eftir thad tímabil?
    Thetta var svona í 95-97
    ekki vera ad brainstorma gedveikt yfir thessu :)

    By Blogger Bjorgvin, at 4:16 f.h.  

  • http://hamburgerass.blogspot.com

    By Blogger Bjorgvin, at 4:16 f.h.  

  • haha! þetta finnst mér fyndið:D björgvin... jæja...
    en heyrðu, smá erindi,-afhverju er ég alltaf að hlusta á in da club þegar ég er að skrifa komment hjá þér?!?!-
    þegar þú kemur heim og ferð í fríhöfnina, þá munt þú líklega kaupa áfengi, eða hvað? allavega, þá var ég að spá hvort þú nenntir að kaupa soldið af bjór handa mér, ég veit ekki hvort þú kaupir bjór í fríhöfninni handa þér en ef þú hefur einhvern kvóta eftir þá máttu alveg kippa með soldið af ölinu...

    By Blogger Halla, at 7:00 e.h.  

  • Sæl systir kær. Ég tek eitthvað af veigum með heim, eru ekki einhver takmörk á því hversu mikið má koma með? Kem amk með nokkrar vínflöskur og hver veit nema ég taki smá bjór eða eitthvað annað með. Annars eru fjárráð mín takmörkuð í augnablikinu svo það fer eftir aðstæðum...

    By Blogger Jon Kyst, at 5:14 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home