blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Ég hef tekið eftir því að með hverju árinu sem líður koma jólin fyrr og fyrr. Eða réttara sagt, maður hættir að bíða eftir þeim eins og ótt hænsni um leið og tekur að kólna í lofti og daginn að stytta. Í dag er t.d. mánuður í jólin. Og ég veit að þessi mánuður á eftir að líða áður en ég veit af. Ég hef þó gert mér ýmis hugleiðingar um jólin í ár, t.d. hvað verði í matinn á aðfangadagskvöld, hvaða fatastærðir mínir nánustu passa í þessa dagana, hvað mig langar í í jólagjöf og hvernig kjól ég ætli að vera í á julefrokost. Það síðastnefnda hefur altekið huga minn í dag, svona á milli anna. Og svo er gamlárskvöld.Í ár ætla ég að vera með gömlum og góðum við gítarleik og söng, eins og venjan hefur verið í mörg ár. Það er a.m.k. skemmtilegra en að liggja heima í þynnku eftir að hafa hösslað vini frægs fólks eins og á seinasta ári.

Já, og svo er bara einn enn tívídinner í kvöld, svei mér þá. Borðið mitt hefur smám saman fyllst svoleiðis af drasli og pappírum að ég get ekki gert mér nokkra hugmynd um hvert ég ætti að troða því öllu, og því enda ég oftast á því að borða hálfliggjandi á beddanum með kveikt á sjónvarpinu. Frekar niðurdrepandi, en slíkur er raunveruleiki fólks sem býr eitt. Ég er a.m.k. löngu búin að gefast upp á því að sitja hér ein innan um alla pappírana og stara út í loftið á meðan átinu stendur.

3 Comments:

  • já...
    Anna Lennon bara í köben :)

    Bjöggi hér, en vid höfum audvitad ekki sést í ár og aldir!

    Hafdu thad gott gæskan!

    By Blogger Bjorgvin, at 6:09 f.h.  

  • Hver er Björgvin? Eini Björgvin sem mér finnst mögulegur er Björgvin sem var með mér í sex ára bekk, er þetta hann?

    By Blogger Jon Kyst, at 3:55 e.h.  

  • Eða hvað?

    By Blogger Jon Kyst, at 3:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home