blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Loksins komst ég heim til mín. Eftir miklar setur, grát og gnístran tanna á spænskum flugvöllum og almennan grát og gnístran tanna undanfarna daga snéri ég heim, kærasta fátækari og reynslunni ríkari. Aldrei hef ég verið eins fegin að stíga fæti á danska jörð. Aldrei hef ég elskað vini mína eins mikið og þessa dagana.

Ég neyddist til að gista í London vegna þess að Easyjet hefur ekki nokkurt vit á því sem þeir eru að gera. Til allrar hamingju var Eilis viðlátin, rétt náði að koma heim frá helgarferð til Brussel og gat hýst mig yfir blánóttina. Það var frábært að sjá hana. Það er frábært að eiga vini sem þykir vænt um mann, sérstaklega þegar svona stendur á.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home