blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, desember 07, 2005

Ég komst að því í dag að SU-styrelsen er miskunnarlaus gagnvart svona lopanegrum eins og mér, og þar á bæ láta menn sig engu varða hvort ég þræli mér út við skeiningar eður ei. Með öðrum orðum, klögubréfið mitt hafði víst lítil áhrif en góða konan á skrifstofunni gat ekki útskýrt hvaða ástæður lágu að baki þessarar göfugu ákvörðunar þeirra stjórnarmanna. Ég setti þá upp harðan svip og sagði "nå, men de hörer fra mig igen, for jeg stopper ikke för jeg får det her" (litla gungan í mér fékk þó munnvikin til að kippast aðeins til eins og alltaf þegar ég ætla að fara að æsa mig).

Þetta var mikið reiðarslag ofan á þá midtwenties krísu sem ég og allir aðrir eru í. Ég er þó búin að skrifa þessum varmennum kuldalega orðað bréf og svo geta þeir drullast til að svara mér almennilega og helst láta mig fá fjandans peninginn. Svo vil ég að Guð gefi mér svar á því hverju ég er að leita að.

1 Comments:

  • hvað gerðist? ég meina hverju varstu að kvarta yfir? :(

    By Blogger Halla, at 4:31 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home