blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Er búin að fatta hver Björgvin er. Sem sagt kunningi Fjólu, eina almennilega skýra minning mín um þennan mann er að hafa einhvern tímann knúsað hann mjög innilega, og svo vorum við Fjóla einhvern tíma í partíi hjá honum þar sem allir voru hommar og lessur (fyrir utan tvo mjög slepjulega fávita utan af landi). Sjálfar vorum við fremur kynvilltar á þessum árum og ég lenti t.d. næstum því í slag út af einhverri stelpu sem mig langaði að hössla. Gott að ég er orðin þroskuð og ábyrgðarfull í dag (sjá seinasta innlegg því til sönnunnar).
En Björgvin virðist búa hér í Köben, af blogginu hans að dæma, og aldrei að vita nema maður rekist á hann næst þegar við Alexander förum á hommabararölt (gerist að vísu ekki oft, en samt).

Svo finnst mér allt vera að batna einhvern veginn. Er að vísu staurblönk eins og er, en það mun lagast, og mér sýnist á ýmsu að ég gæti átt séns á að fá inni hjá SU-styrelsen bráðlega. Næstu vikurnar eru fullar af hittingi við vini og vandamenn, afmælið hennar Steffi í næstu viku svo ég ætla að skella mér til Rostock og er að spá í að bjóða Armen með svo mér leiðist ekki í rútunni, Emmy og Nadja ætla að kíkja seinustu helgina áður en ég fer heim, Rússapartí á föstudaginn og svo er JULEFROKOST bráðum. En núna ætla ég að fara að sinna því námi sem mun vera upprunalega ástæðan fyrir veru minni hér í borg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home