Klukkan er tíu mínútur yfir átta á sunnudagsmorgni og ég er bara löngu vöknuð. Ég átti reyndar von á að fara í vinnuna, en svo varð eigi þennan morguninn og því eins gott bara að reyna að koma einhverju í verk. Seiseisei. Ég er að reyna að klára ritgerðina um þróunar og breytingarkenningar Spencers og Webers, og ég segi nú bara: Weber hefði átt að reyna að ákveða sig aðeins í staðinn fyrir að gefa svona óskýr svör. Hvernig á maður að geta skrifað ritgerð um svona lagað?
Svo var ég að sjá það að þá að skipta um lása hér í húsinu og ef mér tekst ekki einhvern veginn að pota því inn að ná í lykil áður en ég fer til Spánar, sé ég fram á að koma heim að læstum dyrum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home