blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, janúar 29, 2006

Hvílík dýrðarinnar dásemdar helgi. Ég hef legið í leti alla helgina og varla hreyft hönd né fót né komið að nokkru skynsamlegu eða þörfu verki. Yndislegt alveg hreint.

Á fimmtudaginn fór ég út að borða með bókasafnsliðinu og var að verða vel snapp á einum vinnufélaga mínum, sem er besta skinn en talar óhugnalega hátt og í sífellu. Og gjarnan um leiðinlega hluti eins og Gettysburg háskóla eða einhverjar byggingar sem hún er æst í að sjá. Eða þá um löngu dauða ameríska forseta og hvenær þeim þóknaðist að hrökkva upp af. Eftir fínan dinner á víetnömskum veitingastað sem er mjög nálægt mínum fyrri híbýlum á Frederiksberg (fæ btw alltaf hroll þegar ég kem í þetta hverfi og þykist viss um að Peter Gd... muni koma spígsporandi upp að mér og heimta greiðslu fyrir gólfið sem ég skemmdi), fórum við öll heim til Peters yfirbókasafnsleiðtoga og drukkum þar bjór/kaffi/rauðvín. Peter sýndi okkur leisersjó með Jean-Michel Jarre og við smáflissuðum yfir níunda áratugsstemningunni. Svo kepptum við Peter í lyftingum og hann lyfti 20 kílóum 25 sinnum og ég lyfti 20 kílóum 25 sinnum. Af því má leiða að mig vanti helming upp á við hann í kröftum, og takið eftir því að þessi maður er vel yfir einn og nítíu og í góðu formi.

Minnast má á þá skemmtilegu staðreynd að allir sem vinna á þessu bókasafni halda að ég og Brendan sem vinnur þar líka, séum að slá okkur upp, veit reyndar ekki alveg hvað hann heldur um þetta mál. Mér líkar þetta bara vel og spila á þessa almennu trú sem mest ég má, hlæ og skríki við hverju hans orði og brosi blítt þegar aðrir minnast á kauða. Gaman að hafa svona sögur í gangi. Eníveis, eftir dinnerinn fór ég að hitta Alexander á Öresundsbarnum og við munum víst ekki reka nef vor þar inn á næstunni. Anna litla fékk nefnilega þá góðu hugmynd eftir ótæpilegar veitingar sem einhver Peterinn enn keypti (okkur af ókunnum ástæðum) í stríðum straumum ofan í okkur tvö, að rétt fyrir lokun væri sniðugt að reyna að stela tveimur snakkpokum af barnum. Halta bardaman sem þar þjónar stökk á mig og sagði að nú skyldi ég hætta undir eins áður en hún hringdi á lögguna. Mér fannst þetta bara fyndið og tók þessu öllu með ró, skilaði snakkinu og sagðist vilja bíða eftir Alexander. Hann kom í þessu aðvífandi, tók mig undir arminn og lét nokkur vel valin orð falla á æstan lýðinn og svo stungum við af. Reyndar náði ég til allrar hamingju að útskýra kjánaháttinn í mér fyrir Ingó (skemmtiráð í MH og very serious crush fyrir 14 árum, ójá) og vonandi fáum við að koma þangað aftur ...í vor einhvern tíma. Það fyndna var að ég var mjög settlega klædd, í svörtu plíseruðu pilsi, svartri blússu og svörtum háhæluðum stígvélum, og til að kóróna lúkkið með svart hárband og demantseyrnalokka. Og hagaði mér svo eins og vitlaus sjóari.

Jæja. Jeremías minn. Og svo bara mánudagur á morgun, og skólinn að byrja í næstu viku. Allamalla.

1 Comments:

  • ætlið þið bönga að koma í útskriftarveisluna mína??? mamma var að segja að þið hefðuð rætt þetta svo mikið í jólafríinu en ég kannaðist ekkert við það! mig langaði bara að vita hvort eitthvað væri hæft í þessu því ef svo er þá gleðst ég INNILEGA!! :D:D:D mér þætti það rosalega gaman ef þið getið komið:)

    By Blogger Halla, at 9:11 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home