Hversu eðlilegt er það fyrir 25 ára gamla manneskju að dotta sitjandi fyrir framan kassann á hverju einasta kveldi? Höfuðið sígur niður á bringu, hakan lafir og slefið lekur niður á peysukragann. Svona hafa veggir þessa herbergis mátt horfa upp á mig á hverju kvöldi það sem af er þessa árs. Það vantar bara prjónateppi um litlu fæturna, sem auðvitað ættu að vera klæddir í stötteströmper en ekki einhverjar ósamstæðar svartar lufsur innan úr skáp, og svo gleraugu fremst á nefinu og gerfitennurnar að skakklappast út úr munninum.
Vonandi lagast þetta þegar skólinn byrjar og ég mun hafa eitthvað að gera eftir vinnu en að sofna fyrir framan sjónvarpið og þess á milli hanga á messenger eins og eitthvað algert desperadó. Þetta er náttúrulega sorglegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home