blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, janúar 22, 2006

Það er þáttur um Íslendinga og íslenska álfatrú í sjónvarpinu. Af honum að dæma mætti halda að allir landsmenn séu eilíflega úti í móa að hlusta á blómin og steinana, eða þá að anda að sér eldfjallaösku og drekka jöklavatn til að halda orkuflæðinu við.

Ég er búin að vinna og vinna og vinna, og þeytast um allt Amager til að stjana við gamla rugludalla, og fékk svo í hausinn af einni kellingunni að ég væri köld í viðmóti og með ónotalega rödd. Ég fór eiginlega bara að hlæja, orðið mjög langt síðan ég heyrði þetta seinast. Stundum veit ég ekki við hverju þetta fólk er að búast - er ekki alveg nóg að maður sé kurteis og vinalegur, sem ég veit ekki betur en að ég sé? Sérstaklega þegar ég er að koma sem afleysingamanneskja í smástund heima hjá hverjum gamlingja, fyrir utan það að ég get ekki staðið í því að ná einhverju trúnaðarvinastigi við hvern og einn. Jæja, næstu helgi ætla ég að taka þriggja daga frí. Það verður nú aldeilis indælt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home