blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Á morgun klukkan sex lýkur einni lengstu vinnutörn seinni ára. Já, ég veit að ég er alltaf að tuða um þetta, en mér finnst ég hafa ærna ástæðu til. Á morgun klukkan sex getum við lokað bókakjallaranum og híað á þau krakkagrey sem ekki sækja bókapokana sína fyrir þann tíma, og svo farið upp á bókasafn og opnað hvítvínsflösku. Það seinasta hefur nú verið gert ansi oft finnst mér upp á það seinasta. Það er alveg sama hvert ég fer í vinnu, alltaf skal vera eitthvað voða mikið sull á fólki þar. Jæja, eftir welcome drink og spjall förum við að borða á víetnömskum veitingastað í boði DIS. Það er nefnilega svo gott að vinna á DIS. Endalausir free dinners and drinks. Ekkert svoleiðis í hjemmeplejen, þar er bara skítur og skömm. GUÐ, hvað ég hlakka til þess dags þegar ég get endanlega lagt þetta gamlingjakjaftæði á hilluna.

Eftir dinnerinn er aldrei að vita nema ég kíki á barinn með Alexander og á föstudeginum á ég von á skemmtilegri heimsókn. Fram að þessari dýrð allri er ekki annað að gera en að bíta á jaxlinn, mæta í vinnuna á eftir, í fyrramálið og seinnipartinn og láta sig hafa það að labba um í snjónum. Lásinn á hjólinu mínu bilaði nefnilega í dag og ekki er til peningur til að kaupa nýjan fyrr en á morgun. Takktakk.

1 Comments:

  • hæhæ:) fannst þér vídjóið ekki sætt??? :):):)

    By Blogger Halla, at 7:41 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home