blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Í gær var ég veik, en það var ekkert leiðinlegt. Lise var nefnilega í transitgistingu hjá mér (áður en hún flutti inn í nýju íbúðina á Frederiksberg). Armen kom svo með hóstadropa, pakkasúpur og kanilsnúða og the trio from hell hyggede sig konunglega allan daginn. Reyndar höfðum við hygget os heilmikið öll saman kvöldið áður við að drekka bjór og spila Leonard Cohen fyrir Armen, svo þetta var allt mjög notalegt. Nú er ég hinsvegar orðin frísk, svona nokkurn veginn. En mikið væri gaman ef það væri alltaf svona gaman að vera veik.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home