blog... the modern person's cry for attention

mánudagur, febrúar 20, 2006

Mikið er mér farin að leiðast þessi grámóska hér í landi. Lægðir, suddi og súð herja á danskinn af slíkum mætti að það mætti halda að ríkisstjórnir Egyptalands og Pakistans réðu veðrinu. Ég vil fá vor með blómstrandi kirsuberjatrjám og flögrandi hvítum pilsum. Ivan gamli kærastinn minn er á ferðalagi í Suðaustur-Asíu, og stundum fæ ég meil frá honum um undursamlega veröld þar sem risastór fiðrildi og fílar með bleik blóm bak við eyrun leika sér við kaffilattelituð börn frá morgni til kvelds. Eftir lesturinn hugleiði ég gjarnan hversu óréttlátt hafi verið skammtað úr góða-veðursbauknum í upphafi heimsins.

1 Comments:

  • Það er svo gaman hvað þú bloggar oft! Ég á fullt í fangi með að fylgja eftir, og gott er að þú leggur inn á bók.. það geri ég ekki nema stöku sinnum, eins og er... vinkona mín ætlar að klippa mig bráðum, en ég þarf að borga um 1000 kr. fyrir hennah, ef ég vil lita á mér hárið, með virðisauka..

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:35 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home