blog... the modern person's cry for attention

þriðjudagur, mars 14, 2006

Ýlir á vormánuðum

Í dag er helmingur marsmánaðar liðinn og af því tilefni ætla ég að prófa vortrikkið mitt. Vortrikkið felst í því að fara í vor/sumarjakka og sjá hvort að fari ekki að hlýna bráðlega úr því. Ég ætla reyndar aðeins að svindla og fara í lopapeysu undir, en ég þoli þennan kulda hreinlega ekki lengur. Svo nú ætla ég að labba mig út í Amagersentrið og festa þar kaup á nokkrum nauðsynjum. Og hei, ég er að fara á tónleika með Damian Marley á morgun - how cool is that?

2 Comments:

  • æ þú ert svo fyndin. Mitt bjútítrikk var, eftir að Victor sagði að ég væri föl eins og uppvakningur, að kaupa mér brúnkuklút í apóteki. Hann er alveg eins og blautservíetta og ef maður er svona kærólaus er hætt við að maður verði aðeins skellóttur.....

    By Blogger Tinnuli, at 6:14 e.h.  

  • Ég var einmitt öll í brúnkukremunum hér í fyrrasumar, en eftir að unnustinn dökkbrýndi hefur margsinnis undirstrikað skoðun sína á aðdráttarafli mjólkurhvítar húðar, hef ég alveg gefið það upp á bátinn og og ætla héðan af að halda áfram að shine au naturel...

    By Blogger Jon Kyst, at 6:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home