blog... the modern person's cry for attention

fimmtudagur, maí 18, 2006

Á morgun er Júróvisjón. Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir þennan menningarviðburð gefin, en í ár er eitthvað sem heillar mig og vekur forvitni mína um hvernig þetta muni nú fara allt saman. Annað kvöld verður því safnast saman hjá Pawel Bartozsek ad Prags Boulevard númer eitthvað, og fylgst vandlega með keppninni. Hver veit nema ég detti bara alveg inn í þetta. Það má a.m.k. sjá fram á að dottið verði örlítið í það, enda veit ég ekki hvernig ætti að gera þetta öðruvísi. Armen verður víst fjarri góðu gamni, á einhverju arkitektafylleríi, og það þó ættjörð hans (eða þannig), Armenía, sé að fara að taka þátt í fyrsta sinn. Ég ræddi þetta við hann en litla föðurlandssvikaranum fannst mikilvægara að drekka ókeypis bjór og borða pizzu í boði DIS. Og hver getur láð saklausum Kana það? Ekki eins og maðurinn hafi nokkurn tíma heyrt um Júróvisjón talað fyrr en ég fór að nefna það um daginn. Hin menningarlega sinnaða kanadíska Lise ætlar þó að koma og horfa á sprellið, ásamt gliturdívunni Alexander Petrossov. Þetta verður stuð.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home