blog... the modern person's cry for attention

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Snakk og lakkrís er hrikalega gott saman, og popp og lakkrís er líka ágætt. Allt á einhvern hálfpervertískan hátt. Í gær fór ég í Nettó og ætlaði að kaupa fullt af grænmeti og ávöxtum og hollustu, en kom út með poka af snakki (með lágu fituinnihaldi), tvo poka af nammi (sykurlausu), eina plötu af súkkulaði (60%kakó), eina bjórdós og hálfan líter af sykurlausu gosi. Svo stoppaði ég í Kebablandi og keypti durumrúllu, hjólaði sem leið lá heim til mín og eyddi kvöldinu við það að troða í mig, blaðra við fólk á netinu og horfa með öðru auganu á American Idol. Og þótti það bara nokkuð gott.

5 Comments:

  • Hvenær kemurðu heim, gamla geit?

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:20 f.h.  

  • Afhverju afhverju afhverju birtast kommentin mín allldrei á blogginu þínu?? Ég bilast!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:26 f.h.  

  • Nau! Það tókst!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:31 f.h.  

  • Á miðvikudaginn!

    By Blogger Jon Kyst, at 10:19 f.h.  

  • lakkrís og tómatur er líka furðulega gott saman víst.. hef ekki prófað en eina manneskjan í heiminum sem er steiktari en ég hefur gert það;)

    By Blogger Halla, at 2:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home