blog... the modern person's cry for attention

miðvikudagur, nóvember 29, 2006

Ég er nú meira kontrólfríkið. Mér finnst ég ekki vera í húsum hæf nema ég sé u.þ.b. fimm kílóum undir kjörþyngd, því þá get ég sýnt og sannað með mjög svo áþreifanlegum sönnunum hversu vel ég stjórni nú lífi mínu. Nú hef ég t.d. bætt smávegis á mig síðan í september, og strax finn ég fyrir örvæntingu og óttast að nú sé allt á leið niður og norður og mér takist aldrei aftur að verða jafn mjó og þarna einhvern tímann. (Reyndar eru allar líkur á því, ef ég miða við fyrri kúrvur). Það ætti ekki að skipta mig svona miklu máli, mér ætti að vera sama og bara vera ánægð með að vera hraust og í ágætis formi miðað við hvað ég er búin að vera upptekin, en nei, ég er með þetta gjörsamlega á heilanum svo ekki sé meira sagt. Það versta er að mér finnst fyrst og fremst vandræðalegt að ég hafi látið djöfsa (s.s. þyngdina) leika lausum hala og gera þveröfugt við það sem ég vil helst, þegar ég hefði átt að stýra málum með járnhönd. Hvað er eiginlega að manni?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home