blog... the modern person's cry for attention

föstudagur, nóvember 24, 2006

Torsdagsbar í gær. Og sá skemmtilegasti lengi. Loksins virðist endalaust streð við að þvinga samnema mína til félagslífs vera farið að bera árangur. Þetta var bara eins og í þá gömlu góðu daga þegar ég byrjaði, allir blindefull, sumir að kyssast í horninu, aðrir að skála í vodka og enn aðrir að dansa (þar á meðal ég). Svona á þetta að vera! Ditte gisti svo heima hjá mér, þar sem jakkinn hennar hafði læstst (á að stafa þetta orð svona???) inni á barnum og barþjónninn stunginn af með lyklana. Snemma í morgun raknaði ég svo úr ölvunarroti, bylti mér yfir á hina hliðina og fann mér til mikillar undrunar og hryllings að einhver lá þarna við hliðina á mér. Ég snarsettist upp og tók að þreifa framan í Ditte til að komast að því hver lægi þarna (ekkert verið að kveikja á lampa, neinei), því ég var búin að steingleyma því að hún hefði komið með mér heim og hélt satt að segja í augnablik að...það er best að segja ekki hvað ég hélt. Hahaha!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home