Fékk nóg af því að horfast í augu við yfirvofandi klessuverk og keypti mér kort í líkamsræktarstöð, algert discount á 200 kr á mánuði og fór samdægurs og spriklaði þar í tækjum ýmsum. Það fannst mér bara gott, enda orðið alltof langt síðan ég hef gert nokkuð annað en að lyfta lóðum og gera magaaæfingar með hálfum huga niðri í kjallara. Og síðan að græjurnar voru teknar þaðan, er lítið lokkandi við þá kytru, því ekki á ég neinn Ipod og hef eiginlega takmarkaðan áhuga á að eignast slíkt apparat. Ég nenni engu. Eftir að hafa verið brjálæðislega upptekin í mörg ár, sérstaklega seinustu tvö, er ég komin með algera antipatíu á að hafa nóg að gera. Helst vil ég ekkert gera, nema skemmtilega hluti. Ég nenni sko ekkert að vera alltaf að vinna og læra og allt það. Ég vil fara í ræktina, leika við kærastann minn, kaupa drasl í HM og Smilende Sussi og lesa allar þær bækur sem mig lystir og horfa á Sex in the City þegar mér sýnist. Mig langar í frí í jólagjöf.
1 Comments:
held að etta fylgi the mid-twenties...
By Nafnlaus, at 7:06 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home