blog... the modern person's cry for attention

laugardagur, desember 02, 2006

Svei mér þá, ég hélt að mér tækist aldrei að komast aftur inn á þetta blogg mitt eftir að hafa staðið í allskonar veseni með password breytingar, google accounts og beta kjaftæði hingað og þangað. Svo sýnist mér ekkert hafa breyst og sé ekkert beta-legt við bloggið, það er nákvæmlega eins og það var áður.

Jæja, við Anna Hera erum búnar að skaffa okkur miða á BEYONCÉ tónleika í maí (lesendur taka andköf af öfund, undrun og hrifningu). Þetta verður rosalegt. Anna ætlar meira að segja að koma alla leið til Íslands til að skella sér á uppistandið, og ekki nóg með það, heldur fara tónleikarnir fram í Álaborg og því að fara þangað með lest. Magnað alveg hreint.

Helstu fréttir héðan eru að vissir aðilar fengu yfir sig nóg af vissum aðilum hér á dögunum, og settu því upp smá gjörning frammi í eldhúsi. Bangsatetur sem þar lifa friðsamlegri tilveru voru gripin föstum tökum og komið fyrir í dónalegum stellingum, og smokki með sjampógumsi í komið fyrir í sófanum. Ekki var að spyrja að viðbrögðum vissra aðila, mikið fár upphófst og enn veit enginn hver stóð fyrir ósómanum. Hlæhlæ.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home